Refsiglaðir en úrræðalausir 18. maí 2005 00:01 Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar