Lífið

Gamalt hús með sál og sögu

"Ég ákvað þegar ég kom heim frá námi í Kaupmannahöfn að taka þennan kjallara í gegn og gera úr honum íbúð. Það hafði reyndar alltaf staðið til að gera hér íbúð, en ekkert endilega fyrir okkur," segir Ólöf og hlær. "Við pabbi vorum svo saman í þessu, en hann er auðvitað sérhæfður í því að taka í gegn gamlar byggingar." Ólöf, Páll og Guðmundur, eiginmaður Ólafar, rifu allt út úr kjallarnum, brutu niður nokkra veggi og innréttuðu allt upp á nýtt. "Við nýttum þó ýmislegt af því sem var hér fyrir eins og viðinn í forstofunni og flísar á anddyri og gangi en við lögðum parket á önnur gólf. Þá eru gluggarnir alveg óbreyttir." Ólöf segir gömul hús hafa sérstakt gildi fyrir sig og ekki síst þetta sem hún bjó í frá því hún var 16 ára. "Ég lærði auðvitað í uppvextinum að bera virðingu fyrir gömlum húsum, en ég er ekkert feimin við að blanda saman gömlu og nýju. Það er einmitt það sem er svo skemmtilegt í arkitektúrnum núna." Gamli kjallarinn í Þrúðvangi er nú hinn glæsilegasti, en sjón er sögu ríkari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.