Innlent

Faðerni fæst ekki sannað

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. Áður hafði verið úrskurðað að eiginmaður móður hans væri ekki lífræðilegur faðir hans. Barnalög veita í tilfellum sem þessum heimild til dómsmála um faðerni viðkomandi. Hinsvegar þótti Hæstarétti maðurinn ekki hafa komið fram með nægilegar röksemdir varðandi grun sinn um að sá er lífsýnið yrði rannsakað úr væri lífræðilegur faðir hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×