Innlent

Fullur á traktor í Víkurskarði

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 130 þúsund króna sektar fyrir að aka dráttarvél ölvaður um miðjan desember þannig að hún endaði utan vegar í Víkurskarði. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár, en dómurinn var upp kveðinn síðasta föstudag. Maðurinn neitaði sök og kvaðst hafa hafið drykkju eftir að akstri lauk og hann kominn út af vegna hálku í skarðinu. Þá sagði hann rangt eftir sér haft í lögregluskýrslu og kvaðst hafa verið drukkinn við skýrslutökuna. Vitni báru um undarlegt aksturslag mannsins og hvernig sjá mátti för eftir dráttarvélina vegkanta á milli í nýföllnum snjó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×