Menning

Eykur líkur á einhverfu

Erfið fæðing og geðsjúkdómar í ættinni geta aukið líkurnar á því að börn fæðist einhverf, að því er fram kemur í nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru byggðar á rannsókn á 700 einhverfum börnum í Danmörku og það voru bandarískir og danskir vísindamenn sem skoðuðu börnin. Einhverfa er að mörgu leyti erfðafræðilegur sjúkdómur en aukning hefur orðið á einhverfu umfram það sem hægt er að skýra með erfðafræðinni. Vísindamennirnir komust að því að fæðing einhverfra barna hefur í mörgum tilvikum verið erfiðari en annarra; þetta eru oft fyrirburar eða þá eitthvað vandamál hefur komið upp á í fæðingu eða strax eftir fæðinguna. Þá eru geðsjúkdómar algengari í ættum einhverfra barna en annarra. Þessi tvö atriði skýra þó aðeins hluta sjúkdómsins því hvorugt á við í tilvikum meirihluta þeirra einstaklinga sem greindir eru einhverfir. Margir telja reyndar útilokað að rekja einhverfu til einhvers eins orsakaþátts. Flest bendir nefnilega til þess að margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á þroska heilans valdi einhverfu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.