Innlent

Manndrápið snerist um heiður

Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Þetta kemur fram í DV í dag. Þar segir maðurinn sem særðist við að reyna að bjarga fórnarlambinu að það hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. Hinn grunaði er eldri en fórnarlambið og því hafi hinn látni átt að ávarpa hann á ákveðinn hátt, en ekki gert. Fréttablaðið hefur eftir vitnum að matarboð hafi staðið yfir í fjölbýlishúsinu við Hlíðarhjalla og maðurinn, sem í gær var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald vegna málsins, hafi komið óboðinn þangað og brugðist ókvæða við þegar hann var beðinn um að fara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×