Innlent

Veisluhald fór úr böndum

Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lögreglu í Hafnarfirði. Fyrra kvöldið voru fjórir piltar, sautján ára til tvítugs, handteknir verulega ölvaðir í Garðabæ. Við Lyngmóa og Löngumýri höfðu safnast saman tveir hópar unglinga til að fagna próflokum fjölbrautarskóla. Beita þurfti táragasi til að yfirbuga tvo piltanna. Þá fór veisluhald úr böndunum hjá unglingsstúlkum í Garðabæ á laugardagskvöldið. Þær höfðu boðið í lítið partí, en kölluðu til lögreglu þegar hóp af krökkum bar að og vildi fá aðgang, en meðal annars var brotin rúða í húsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×