Miami 4 - Washington 0 15. maí 2005 00:01 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Bein útsending: Hverja veðjar Arnar á í sínum fyrstu leikjum? Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira
Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Bein útsending: Hverja veðjar Arnar á í sínum fyrstu leikjum? Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira