Detroit 1 - Indiana 2 14. maí 2005 00:01 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira
Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira