Innlent

Stöðvaði slagsmál með táragasi

Lögreglan í Hafnarfirði þurfti í gærkvöld að beita táragasi til þess að stöðva slagsmál við Löngumýri í Garðabæ. Tilkynnt var um ólæti við götuna um miðnætti og greint frá því að tíu til fimmtán piltar væru að slást þar auk þess sem bílum hefði verið ekið óvarlega í götunni. Þegar lögrega kom á staðinn var talsverður í æsingur í þeim sem þar voru og flugust menn á. Var ástandið svo erfitt að lögregla þurfti að beita táragasi til þess að skakka leikinn og voru tveir piltar á átjánda ári, sem ítrekað hafa komið við sögu lögreglu, handteknir vegna málsins. Þá hafði lögregla afskipti af um tíu manns sem safnast höfðu saman að Lyngmóum í Garðabæ, en það voru að hluta til þeir sömu og verið höfðu í Löngumýri. Þar voru tveir piltar handteknir. Bæði mál eru í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×