Innlent

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík

Erilsamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt en alls voru átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fengu þrír þeirra að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Skýrsla af þeim verður tekin nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var ölvun talsverð í miðbæ Reykjavíkur í nótt en lögreglan segir þó að nóttin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Mikil bílaumferð hefur legið út frá höfuðborgarsvæðinu síðan síðdegis í gær að sögn lögreglu í Reykjavík og Kópavogi. Umferðin hefur verið hæg og allt gengið áfallalaust fyrir sig hingað til. Lögreglan segir umferðina aðallega vera vestur og austur og biður hún fólk um að fara varlega því þrátt fyrir að færð sér ágæt sé engin ástæða til að flýta sér því löng helgi sé fram undan og nógur tími til að komast á áfangastað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×