Innlent

Fylgst með reiðhjólanotkun

Í Kópavogi segist lögregla hafa sérstakt auga með reiðhjólafólki og börnum á reiðhjólum þessa dagana. Þetta mun vera eitt af hefðbundnum vorverkum lögreglu víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu, enda reiðhjólanotkun að aukast með bættu tíðarfari. Kannað er hvort búnaður reiðhjóla er ekki í lagi, auga haft með hjálmanotkun og komið að athugasemdum ef úrbóta reynist þörf. Lögregla segir að sérstaklega sé fylgst með þar sem börn koma saman, í grennd við skóla og á leiðum í og úr skóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×