Miami 3 - Washington 0 13. október 2005 19:12 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira