Innlent

Fjölgað um fjóra á Akureyri

Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi. Verða þeir starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra en með aðsetur á Akureyri og undir daglegri stjórn sýslumannsins á Akureyri. Kostnaðurinn við skipulagsbreytingarnar á yfirstandandi ári verður um 15 milljónir króna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að sérsveitarmennirnir fjórir muni sinna tilfallandi verkefnum á Norður- og Austurlandi svo sem aðgerðum gegn fíkniefnasölum, handrukkurum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta er í fyrsta sinn í næstum 30 ár sem fjölgað er í lögregluliðinu á Akureyri og því mikil tímamót, segir Björn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×