Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn 11. maí 2005 00:01 Fyrsta lyfið sem byggt er erfðarannsókn á algengum sjúkdómi í heiminum fer í þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á þessu ári ef fram heldur sem nú horfir. Um er að ræða hjartalyfið DG031. Í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association; JAMA, er birt grein eftir vísindamenn og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar um niðurstöður lyfjaprófana á umræddu lyfi. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í blaðinu. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföllum. Í greininni kemur einnig fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengjast bólgum í æðakerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. "Niðurstöðurnar sem við kynnum í þessari vísindagrein eru afar spennandi og sýna að það er hægt að nota grundvallaruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigðisvandamálum samtímans," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir enn fremur, að á grunni þessara niðurstaðna sé nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana. Þar verður kannað hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær rannsóknir munu fara fram á Íslandi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning lyfsins. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Fyrsta lyfið sem byggt er erfðarannsókn á algengum sjúkdómi í heiminum fer í þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á þessu ári ef fram heldur sem nú horfir. Um er að ræða hjartalyfið DG031. Í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association; JAMA, er birt grein eftir vísindamenn og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar um niðurstöður lyfjaprófana á umræddu lyfi. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í blaðinu. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföllum. Í greininni kemur einnig fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengjast bólgum í æðakerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. "Niðurstöðurnar sem við kynnum í þessari vísindagrein eru afar spennandi og sýna að það er hægt að nota grundvallaruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigðisvandamálum samtímans," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir enn fremur, að á grunni þessara niðurstaðna sé nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana. Þar verður kannað hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær rannsóknir munu fara fram á Íslandi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning lyfsins.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira