D´Antoni þjálfari ársins í NBA 11. maí 2005 00:01 Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum. NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum.
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira