Innlent

Sérsveit styrkt á Akureyri

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi. Þeir verða starfsmenn Ríkislögreglustjóra en verða eftir sem áður með aðsetur á Akureyri og undir daglegri stjórn sýslumannsins þar. Athafnasvæði þeirra er hins vegar ekki bundið við umdæmi sýslumannsins heldur eiga sérsveitarmennirnir að sinna verkefnum þar sem helst er talin nauðsyn hverju sinni. Er þar m.a. horft til verkefna í tengslum við stórframkvæmdir á Austurlandi, aðgerðir gegn fíkniefnasölum og handrukkurum á Norður- og Austurlandi og annarri skipulagðri glæpastarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×