Geymdi bæði meðul og kindabyssu 4. maí 2005 00:01 "Skrifborðið er sennilega smíðað um aldamótin 1900 og var búið til fyrir afa minn, Jón Einarsson, sem var hreppstjóri austur í Skaftártungu. Borðið mun hafa smíðað hagleikssmiður að nafni Sveinn Ólafsson en hann var afi Sveins Einarssonar, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Það er að öllum líkindum smíðað úr mahoníviði sem rekið hefur á Meðallandsfjörur en engin leið er að vita hvaðan slíkur viður hefur borist í hafi," segir Halla Valdimarsdóttir kennari um fágætan smíðisgrip sem er til mikillar prýði í stofu hennar. Halla segir borðið alltaf hafa fylgt fjölskyldu sinni. "Á tímabili þótti það ekkert flott og var bara komið í geymslu og við það að falla í gleymsku. Þá sá ég mér leik á borði og falaðist eftir því og æ síðan, eða í rúm þrjátíu ár, hefur það skipað heiðurssess á mínu heimili." Í skrifborðinu geymir hún sínar helstu uppáhaldsbækur en annars er það bara til prýði í stofunni. Það geymir þó sína leyndardóma. "Á borðinu eru tveir læstir skápar og mér sögðu fróðir menn að í öðrum hefðu verið geymd meðul enda er ennþá meðalalykt úr honum en kindabyssan var geymd hinum megin. Sá skápur er ennþá læstur því lykillinn týndist svo enginn veit hvað leynist þar inni. Og ágætt að halda því bara þannig." Borðið er sérstaklega fallegt og þótti tíðindum sæta á sínum tíma. "Einu sinni spurði gamall sveitungi mig um afdrif borðsins svo það hefur greinilega þótt merkisgripur." Hús og heimili Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
"Skrifborðið er sennilega smíðað um aldamótin 1900 og var búið til fyrir afa minn, Jón Einarsson, sem var hreppstjóri austur í Skaftártungu. Borðið mun hafa smíðað hagleikssmiður að nafni Sveinn Ólafsson en hann var afi Sveins Einarssonar, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Það er að öllum líkindum smíðað úr mahoníviði sem rekið hefur á Meðallandsfjörur en engin leið er að vita hvaðan slíkur viður hefur borist í hafi," segir Halla Valdimarsdóttir kennari um fágætan smíðisgrip sem er til mikillar prýði í stofu hennar. Halla segir borðið alltaf hafa fylgt fjölskyldu sinni. "Á tímabili þótti það ekkert flott og var bara komið í geymslu og við það að falla í gleymsku. Þá sá ég mér leik á borði og falaðist eftir því og æ síðan, eða í rúm þrjátíu ár, hefur það skipað heiðurssess á mínu heimili." Í skrifborðinu geymir hún sínar helstu uppáhaldsbækur en annars er það bara til prýði í stofunni. Það geymir þó sína leyndardóma. "Á borðinu eru tveir læstir skápar og mér sögðu fróðir menn að í öðrum hefðu verið geymd meðul enda er ennþá meðalalykt úr honum en kindabyssan var geymd hinum megin. Sá skápur er ennþá læstur því lykillinn týndist svo enginn veit hvað leynist þar inni. Og ágætt að halda því bara þannig." Borðið er sérstaklega fallegt og þótti tíðindum sæta á sínum tíma. "Einu sinni spurði gamall sveitungi mig um afdrif borðsins svo það hefur greinilega þótt merkisgripur."
Hús og heimili Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira