Erlent

Óttast árekstur herþotna

Flak bandarískrar herþotu sem ekkert hafði spurst til síðan í gærkvöldi fannst í Írak í morgun. Lík flugmannsins fannst einnig á slysstað en hann var einn í vélinni. Þotan lagði af stað ásamt annarri þotu í venjubundið eftirlit í Írak í gærkvöldi. Ekki er enn vitað um afdrif hinnar þotunnar en óttast er að vélarnar hafi skollið hver á aðra í slæmu veðri. Ekkert bendir til þess að skotið hafi verið að vélunum eða neitt óvenjulegt hafi átt sér stað áður en sambandið rofanaði laust upp úr klukkan tíu í gærkvöldi.  Það var mjög róstursamt í Írak í gær. Seint í gærkvöldi skutu bandarískir hermenn tólf manns til bana í bardögum við uppreisnarmenn nærri landamærum Sýrlands. Sex hermenn særðust í bardögunum. Þá slasaðist sex ára gömul íröksk stúlka í skotárásunum og liggur hún nú á sjúkrahúsi. Í höfuðborginni Bagdad létust nokkrir lögreglumenn og einn bandarískur hermaður í gærkvöldi í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×