Erlent

Brottflutningur hefjist í desember

Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið Daily Telegraph hefur komist yfir. Þetta er í fyrsta sinn sem nákvæm tímasetning hefur verið sett á brottfluttning Bandaríkjahers frá Írak. Í skýrslunni kemur fram að byrjað verði rólega en stefnan sé sett á að um mitt næsta ár verði hægt að taka stærri skref. Nú þegar hafa tæplega níutíu þúsund írakskir lögreglumenn hlotið tilhlýðlega þjálfun og her landsins telur meira en sjötíu þúsund manns. Stefnt er að því að þessi mannafli, auk tuttugu þúsund hermanna til viðbótar sem nú eru í þjálfun, taki að öllu leyti við öryggismálum Íraks eins fljótt og auðið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×