Innlent

Grásleppuveiðarnar ólöglegar

Hæstiréttur staðfesti í vikunni fyrri dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá því í september sl. yfir manni á Ströndum fyrir ólöglegar grásleppuveiðar. Sá vildi meina að hann hefði heimild til veiða í netlögum jarðarinnar og leyfi landeigenda fyrir veiðunum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir ákvæði netlaga sé óheimilt að veiða í atvinnuskyni nytjastofna nema með sérstöku leyfi. Manninum var gert að greiða 400 þúsund króna sekt og sæta upptöku aflans, að andvirði rúmar 750 þúsund krónur. Verjanda sínum fyrir Héraðsdómi þurfti hann og að greiða 150 þúsund krónur og verjanda fyrir Hæstarétti 250 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×