Innlent

Handrukkari fær þrjú ár

Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár, en fyrri dómur hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi. Staðfestur var tveggja ára dóm yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni. Til frádráttar kemur þriggja vikna gæsluvarðhald hjá báðum. Annþór og Ólafur Valtýr réðust inn á heimili mjaðmagrindarbrotins manns og gengu þar í skrokk á honum. Fyrir dómi breytti maðurinn framburði sínum og vildi fría Annþór af því að hafa handleggsbrotið sig. Sagan var ekki tekin trúanleg og kvað Hæstiréttur brot Annþórs bæði "alvarleg og ófyrirleitin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×