Denver heimtar virðingu 27. apríl 2005 00:01 Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira
Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira