Seattle 2 - Sacramento 0 27. apríl 2005 00:01 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira
Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira