Dallas 0 - Houston 2 26. apríl 2005 00:01 Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira