Börnin biðja aldrei um sykur 26. apríl 2005 00:01 Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er tæplega 10 ára gamall. Víðs vegar um landið hafa sprottið upp sambærilegir skólar sem fylgja stefnu Urðarhóls þar sem lögð er áherslu á næringu, hreyfingu og listir. "Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í gegnum leik," segir Unnur Stefánsdóttir, sem stýrir heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hugmyndafræðina á bak við leikskólann þróaði hún ásamt samstarfsfólki sínu en Unnur er sjálf mikil íþróttakona. "Til þess að leggja meiri áherslu á þessa þætti erum við með næringarráðagjafa sem gefur ráð um matseðla og við erum með fagstjóra í íþróttum og hreyfingu sem kennir íþróttir alla daga en hvert barn fer í íþróttatíma tvisvar í viku auk gönguferða og útivistar. Auk þess erum við með listakennara sem sjá um listnámið," segir Unnur. Í leikskólanun er íþróttasalur sem er sérstaklega útbúinn fyrir börn á leikskólaaldri og þar eru íþróttir stundaðar daglega. "Börnin elska íþróttatímana og geta varla verið veik heima ef þau eiga að fara í íþróttir þann daginn," segir Unnur og hlær. Auk hreyfingar er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og segir Unnur það ganga vel að kenna börnunum að borða hollan og næringarríkan mat. "Þau læra að borða grænmeti og baunarétti og hjá sumum tekur það tíma en þessi eldri eru góð fyrirmynd. Það geta allir lært þetta og börnin biðja aldrei um sykur eða sætabrauð," segir Unnur. "Við finnum fyrir mikilli ánægju frá foreldrum með skólann. Það er okkar trú að ef börnin fá hreyfingu og góða næringu eru þau betur í stakk búin til að skapa. Auk þess glímum við ekki við offitu hérna og við getum gripið inn í ef það vandamál kemur upp," segir Unnur. Hún segir að á þeim tæpu tíu árum frá því skólinn var stofnaður hafi skólastarfið þróast mikið auk þess sem skólinn hafi stækkað. Upphaflega voru börnin 30 en nú eru þau 143 talsins, á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er rekinn af Kópavogsbæ og hafa önnur sveitarfélög fylgt þessu fordæmi. Nokkrir heilsuleikskólar hafa tekið til starfa víðs vegar um landið og nokkrir taka brátt til starfa. "Það er alveg frábært að sjá þetta gerast. Við sem stýrum heilsuleikskólum höfum hist og erum að undirbúa stofnun samtaka heilsuleikskóla," segir Unnur Stefánsdóttir. Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er tæplega 10 ára gamall. Víðs vegar um landið hafa sprottið upp sambærilegir skólar sem fylgja stefnu Urðarhóls þar sem lögð er áherslu á næringu, hreyfingu og listir. "Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í gegnum leik," segir Unnur Stefánsdóttir, sem stýrir heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hugmyndafræðina á bak við leikskólann þróaði hún ásamt samstarfsfólki sínu en Unnur er sjálf mikil íþróttakona. "Til þess að leggja meiri áherslu á þessa þætti erum við með næringarráðagjafa sem gefur ráð um matseðla og við erum með fagstjóra í íþróttum og hreyfingu sem kennir íþróttir alla daga en hvert barn fer í íþróttatíma tvisvar í viku auk gönguferða og útivistar. Auk þess erum við með listakennara sem sjá um listnámið," segir Unnur. Í leikskólanun er íþróttasalur sem er sérstaklega útbúinn fyrir börn á leikskólaaldri og þar eru íþróttir stundaðar daglega. "Börnin elska íþróttatímana og geta varla verið veik heima ef þau eiga að fara í íþróttir þann daginn," segir Unnur og hlær. Auk hreyfingar er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og segir Unnur það ganga vel að kenna börnunum að borða hollan og næringarríkan mat. "Þau læra að borða grænmeti og baunarétti og hjá sumum tekur það tíma en þessi eldri eru góð fyrirmynd. Það geta allir lært þetta og börnin biðja aldrei um sykur eða sætabrauð," segir Unnur. "Við finnum fyrir mikilli ánægju frá foreldrum með skólann. Það er okkar trú að ef börnin fá hreyfingu og góða næringu eru þau betur í stakk búin til að skapa. Auk þess glímum við ekki við offitu hérna og við getum gripið inn í ef það vandamál kemur upp," segir Unnur. Hún segir að á þeim tæpu tíu árum frá því skólinn var stofnaður hafi skólastarfið þróast mikið auk þess sem skólinn hafi stækkað. Upphaflega voru börnin 30 en nú eru þau 143 talsins, á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn er rekinn af Kópavogsbæ og hafa önnur sveitarfélög fylgt þessu fordæmi. Nokkrir heilsuleikskólar hafa tekið til starfa víðs vegar um landið og nokkrir taka brátt til starfa. "Það er alveg frábært að sjá þetta gerast. Við sem stýrum heilsuleikskólum höfum hist og erum að undirbúa stofnun samtaka heilsuleikskóla," segir Unnur Stefánsdóttir.
Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira