Molar dagsins 25. apríl 2005 00:01 Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira