San Antonio 0 - Denver 1 25. apríl 2005 00:01 Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Sjá meira