Gaman að flytja hesta 25. apríl 2005 00:01 Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í útflutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gámum með annarri frakt eða einstökum vélum. "Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél," segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar langferðin nálgast? "Þeir eru bara rólegir," segir Kristbjörg. "Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur." Hún segir hrossin ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn veraldarvanari. "Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön," segir hestakonan og nefnir að hrossin þurfi að undirgangast dýralæknaskoðanir báðum megin hafs. Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutninginn. Það þarf að safna upplýsingum, pappírum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hrossinu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutninginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. "Þetta eru stólpagripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma," segir hún og klappar klárunum blíðlega. Atvinna Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í útflutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gámum með annarri frakt eða einstökum vélum. "Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél," segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar langferðin nálgast? "Þeir eru bara rólegir," segir Kristbjörg. "Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur." Hún segir hrossin ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn veraldarvanari. "Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön," segir hestakonan og nefnir að hrossin þurfi að undirgangast dýralæknaskoðanir báðum megin hafs. Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutninginn. Það þarf að safna upplýsingum, pappírum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hrossinu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutninginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. "Þetta eru stólpagripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma," segir hún og klappar klárunum blíðlega.
Atvinna Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira