Innlent

Ráðist á lækni

Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardag fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásarmaðurinn sat fyrir manninum við heimili hans og barði hann meðal annars í höfuðið. Ofbeldismaðurinn flúði af vettvangi en fannst á laugardag og var þá handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald í kjölfarið. Fórnarlambið er læknir og meinafræðingur og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum fyrir lögregluna. Hörður Jóhannesson segir að í ljós hafi komið að árásarmaðurinn hafi haft í hótunum við lækninn í nokkra daga áður en hann lét til skarar skríða, en læknirinn tilkynnti það ekki til lögreglu. Hörður segir upptök málsins mega rekja til máls sem læknirinn kom að og árásarmaðurinn tengdist, en það var þó ekki lögreglumál. Auk þess að vera úrskurðaður í gæsluvarðhald var manninum gert að sæta geðrannsókn. Hann hefur nú kært úrskurðinn til Hæstaréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×