Innlent

Stendur ekki í leðjuslag

"Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins, en fyrirtæki hans hefur krafist lögbanns á ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrrum dagskrárstjóra Skjás Eins, til 365 ljósvakamiðla. Telur Magnús að Helgi Steinar hafi brotið trúnað með ráðningu sinni til 365 þar sem skýrt hafi staðið í ráðningarsamningi hans að hann mætti ekki starfa í samkeppnisrekstri í heilt ár eftir uppsögn. "Lögbannskrafan var send á föstudaginn var og ég á von á að sýslumaður taki málið fyrir fljótlega. Þangað til vil ég sem minnst segja." Í Fréttablaðinu í gær komu fram alvarlegar ásakanir Helga á hendur Magnúsi. Sagði hann Magnús hafa hótað konu sinni og setið lengi í bíl fyrir utan heimili Helga. Magnús segir þetta orðum aukið en viðurkenndi að hafa setið fyrir utan hús Helga í von um að fá afhent þau gögn sem hann segir tilheyra Skjá Einum en Helgi hafi haft á brott með sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×