Erlent

Ábyrgð Rumsfelds könnuð

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í Bandaríkjunum krefjast þess að ábyrgð Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra og annarra háttsettra yfirmanna bandaríkjahers, á misþyrmingum hermanna á föngum í Írak, verði könnuð. Þetta kemur í kjölfar þess að dómstóll sýknaði Ricardo Sanches, yfirmann bandaríkjahers í Íraks, af ákærum um að bera ábyrgð á misþyrmingunum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Frá því í mars árið 2003 hafa 1733 hermenn bandalagshersins látið lífið í Írak. Talið er að á milli fimm og sex þúsund írakskir hermenn hafi látist. Fjöldi fallinna írakskra borgara er talinn vera allt að 23 þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×