Detroit 1- Philadelphia 0 24. apríl 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Sjá meira