Detroit 1- Philadelphia 0 24. apríl 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig. NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig.
NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira