Erlent

50 lík fundust í Tígris-ánni

Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi. Fólkinu var rænt fyrir helgi og kröfðust mannræningjarnir þess að allir sjítar yfirgæfu bæinn Madai innan sólarhrings. Fréttum af mannráninu bar ekki saman og sögðu lögreglumenn meðal annars að þær væru ýktar. Í dag fundust svo fimmtíu lík á floti í ánni Tígris. Jalal Talabani, bráðabirgðaforseti Íraks, segir að vitað sé um nöfn hinna látnu og þeirra sem frömdu glæpina. Fregnirnar af mannráninu ollu ótta við trúarbragðastríð og hætt er við að fréttir dagsins verði ekki til að slá á þann ótta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×