Lífið

Málar undir ítölskum áhrifum

Ef okkur vantar eitthvað upplífgandi á veggi heimilisins getur verið þjóðráð að tylla sér við tölvuna og panta sér litfagurt myndverk. Teboðið, Stólar að snæðingi, Fátækraveisla, Villiblóm og Málað fyrir Fjodor Dostojevskí. Allt eru þetta titlar á málverkum myndlistarkonunnar keflvísku Steinunnar Bjarkar Sigurðardóttur sem sýnir og selur list sína á netinu á heimasíðunni http:www.nwc.is/steinunn. Steinunn kveðst hafa mundað pensilinn um árabil og haldið nokkrar sýningar. Þegar forvitnast er meira um hana sjálfa og ferilinn kemur í ljós að áhugi hennar á litum og formum vaknaði fyrir alvöru í Feneyjum þegar hún var þar skiptinemi og dvaldi hjá afar listelskandi konu. "Ég á þeirri konu mikið að þakka því að hún hvatti mig á hverjum degi til að njóta lista, horfa í kringum mig og heimsækja sýningar. Hún bókstaflega opnaði fyrir mér nýjar víddir," segir Steinunn og heldur áfram. "Að læra stærðfræði og líffræði fannst frúnni alger tímasóun því að hún vildi að ég einbeitti mér að ítölsku og málaralist. Það endaði með því að ég fór að læra að mála og enn, mörgum árum seinna, er ég undir ítölskum áhrifum."
Verk eftir Steinunni Björk Sigurðardóttur
Verk eftir Steinunni Björk Sigurðardóttur
Verk eftir Steinunni Björk Sigurðardóttur
Verk eftir Steinunni Björk Sigurðardóttur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.