Krafa um áhættumat á Landspítala 20. apríl 2005 00:01 Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira