Ráðhúsið hefur sín leynivopn 19. apríl 2005 00:01 Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum... Hús og heimili Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum...
Hús og heimili Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira