Menning

Atvinnuleysi minnkar

Atvinnuleysi sem mælist 2,6% þýðir að um 3.800 manns að meðaltali hafi verið án vinnu í marsmánuði. Það er umtalsverð lækkun frá sama tíma á síðasta ári, þegar atvinnuleysi mældist 3,5 prósent. Þessarar lækkunar atvinnuleysis gætir bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni nema á Austurlandi, þar sem atvinnuleysi stóð í stað. Atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá áramótum. Í janúar mældist það þrjú prósent, 2,8 í febrúar og nú 2,6 prósent. Þegar búið er að taka tillit til árstíðabundinna þátta mældist atvinnuleysi 2,2 prósent af mannafla og þarf að fara aftur til ársins 2002 til að finna jafn lítið atvinnuleysi, eins og kemur fram á vefsíðu Alþýðusambands Íslands, asi.is.. Alls töldust 1.465 einstaklingar langtímaatvinnulausir í mars og hafði þeim fjölgað frá því í febrúar en þá voru þeir 1.411.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×