Innlent

Ákvörðun Hæstaréttar áhyggjuefni

Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps segir viðurkenningu Hæstaréttar, á lögheimili fjögurra manna fjölskyldu í húsi á frístundarbyggðarsvæði Bláskógarbyggðar, valda sér miklum áhyggjum.  Dómur Hæstaréttar kvað á um að fjögurra manna fjölskyldan nyti réttar til að ráða búsetu sinni og þóttu ekki hafa verið lagðar fram haldbærar heimildir sem sett gætu skorður á búsetu fjölskyldunnar í húsinu í Bláskógarbyggð. Eins telst fjölskyldan hafa fasta búsetu í húsinu sem samræmist reglum um lögheimili. Margét Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, er ekki sátt við niðurstöðu Hæstaréttar. Hún segir fjölgun í hreppnum ekki valda henni áhyggjum heldur hefur hún áhyggur af því að sveitarfélagið fái ekki að stjórna því hvar á svæðinu búsetan er með tilliti til þjónustu. Í hreppnum hefur verið gert ráð fyrir tveimur litlum íbúðarbyggðum við Borg og skammt frá Soginu, fyrir þá sem hafa áhuga á því að hafa fasta búsetu á rólegum stað á landsbyggðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×