Innlent

Fer fyrir Mannréttindadómstóllinn

Mannréttindadómstóllinn í Staussburg hefur samþykkt að taka upp mál Sigurðar Guðmundssonar sem dæmdur var í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir að verða barni að bana þegar hann starfaði sem dagpabbi. Sigurður kærði dóminn til Mannréttindadómstólsins en hann losnaði úr fangelsi síðasta sumar. Hann segir að nú hafa borist svar frá dómstólnum um að málið verði tekið fyrir og að það sé áfangasigur. Málið sé komið í gegnum þrönga síu þar sem aðeins tíu prósent af málunum komist fyrir sjálfan Mannréttindadómstólinn. Sigurður segist ekki hafa orðið barninu, sem þá var níu mánaða gamalt, að bana og vill fá það staðfest. Hann segir dómstólinn hafa bent íslenska ríkinu á sáttaleið sem þýði að það þurfi að hreinsa mannorð Sigurðar og laga skuldastöðu hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×