Heillaður af hestöflunum 15. apríl 2005 00:01 "Ég féll fyrir kraftinum og útlitinu," segir Heiðar, sem er óforbetranlegur bílaáhugamaður og ver öllum sínum frítíma í bílinn sinn og fjórhjólið, sem líka er óhemjukraftmikið, það öflugasta sem hægt er að fá. Heiðar er búinn að eiga Pontiac-inn í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma kostað heilmiklu í hann, bæði í vinnu og peningum. "Ég keypti hann bilaðan fyrir 900 þúsund og er búinn að eyða í hann mörg hundruð þúsundum í viðbót. Þetta er algjör della hjá mér, ég er alltaf að breyta honum og laga eitthvað, núna síðast keypti ég nýja skiptingu." Heiðar nýtur aðstoðar pabba síns og nágranna við viðgerðirnar, en þeir eru báðir bíladellukarlar eins og hann. "Ég fékk æfingaakstur með pabba daginn sem ég varð 16 ára, það var ekkert hægt að bíða með það," segir Heiðar hlæjandi. Hann segist vekja óskipta athygli hvar sem hann fer og fólk kemur gjarnan og vill ræða við hann um bílinn. "Ég er reyndar að spá í að selja hann og fá mér kraftmikinn og breyttan jeppa og fara að stunda fjallaferðir. Svo er ég auðvitað alltaf í crossinu og á hjól af öflugustu gerð, svona eins og í bíómyndinni Cradle 2 the Grave, þú veist... Blaðamaður verður tómur í framan og verður að viðurkenna að titillinn hringi engum bjöllum, en Heiðar segir að sams konar hjól hafi verið notað í myndinni. "Ég stefni líka að því að kaupa nýtt hjól, ég er nú þegar búin að eiga þrjú mótorhjól og eitt fjórhjól og er hvergi hættur, enda er þetta svo æðislegt sport og allir vinir mínir hér í Grafarvoginum á kafi í þessu." Bílar Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég féll fyrir kraftinum og útlitinu," segir Heiðar, sem er óforbetranlegur bílaáhugamaður og ver öllum sínum frítíma í bílinn sinn og fjórhjólið, sem líka er óhemjukraftmikið, það öflugasta sem hægt er að fá. Heiðar er búinn að eiga Pontiac-inn í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma kostað heilmiklu í hann, bæði í vinnu og peningum. "Ég keypti hann bilaðan fyrir 900 þúsund og er búinn að eyða í hann mörg hundruð þúsundum í viðbót. Þetta er algjör della hjá mér, ég er alltaf að breyta honum og laga eitthvað, núna síðast keypti ég nýja skiptingu." Heiðar nýtur aðstoðar pabba síns og nágranna við viðgerðirnar, en þeir eru báðir bíladellukarlar eins og hann. "Ég fékk æfingaakstur með pabba daginn sem ég varð 16 ára, það var ekkert hægt að bíða með það," segir Heiðar hlæjandi. Hann segist vekja óskipta athygli hvar sem hann fer og fólk kemur gjarnan og vill ræða við hann um bílinn. "Ég er reyndar að spá í að selja hann og fá mér kraftmikinn og breyttan jeppa og fara að stunda fjallaferðir. Svo er ég auðvitað alltaf í crossinu og á hjól af öflugustu gerð, svona eins og í bíómyndinni Cradle 2 the Grave, þú veist... Blaðamaður verður tómur í framan og verður að viðurkenna að titillinn hringi engum bjöllum, en Heiðar segir að sams konar hjól hafi verið notað í myndinni. "Ég stefni líka að því að kaupa nýtt hjól, ég er nú þegar búin að eiga þrjú mótorhjól og eitt fjórhjól og er hvergi hættur, enda er þetta svo æðislegt sport og allir vinir mínir hér í Grafarvoginum á kafi í þessu."
Bílar Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira