Innlent

Ákærður fyrir manndráp

Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Í ákæru ríkissaksóknara segir að maðurinn hafi brugðið þvottasnúru um háls eiginkonu sinnar, sem var 25 ára, og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Af hálfu barna hjónanna, sem eru fimm ára og á öðru ári, er krafist samtals um fjórtán milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinna látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Verknaðurinn var framinn á heimili hins ákærða og eiginkonu hans í Hamraborg í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra en maðurinn játaði við yfirheyslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana. Hann hafði hringt í vinafólk sitt eftir að hann framdi verknaðinn og lét það lögregluna vita en áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu átt sér stað sem leitt hefðu til dauða konunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×