Erlent

Grátbað um að lífi sínu yrði þyrmt

Að minnsta kosti ellefu manns létust og um tuttugu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu í námunda við græna svæðið í Bagdad um klukkan sex í morgun. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í gær myndir af bandarískum ríkisborgara sem uppreisnarmenn rændu á mánudaginn. Maðurinn, sem er forstjóri fyrirtækis sem framleiðir drykkjarvatn, grátbað um að lífi sínu yrði þyrmt og að Bandaríkjamenn hyrfu með herlið sitt burt frá Írak. Ekki er vitað hvaða hópur hefur manninn í haldi en samningamenn á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum eru að vinna í því að reyna að fá manninn lausan. Mjög róstursamt var í Írak í gær og tugir manna féllu í valinn. Í borginni Kirkuk létust tólf Írakar í sprengjuárás uppreisnarmanna og fimm Írakar féllu þegar bílsprengja sprakk við græna svæðið í Bagdad. Þá voru þrjár árásir gerðar á bifreiðar hermenna í námunda við Bagdad í gær en ekki hefur verið gefið uppi hvort mannfall hafi orðið. Í borginni al-Qaim í vesturhluta Íraks geisuðu bardagar sjötta daginn í röð og þar voru níu uppreisnarmenn drepnir í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×