Ómetanleg bók Egill Helgason skrifar 11. apríl 2005 00:01 Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira