40 fyrirtæki með ólöglegt vinnuafl 10. apríl 2005 00:01 Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira