50 Cent er skotheldur 6. apríl 2005 00:01 Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles. “Allt sem ég geri, geri ég til að ná árangri,” segir 50 Cent. “Ég ætla mér alltaf að rústa allri samkeppni og tölvuleikurinn er þar ekki undanskilinn. Leikurinn er nokkurskonar “fantasy” útgáfan af mínu lífi. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikja heiminum líkt og ég gerði með rapp heiminn – ég legg allt í þennan leik.” “50 Cent er einn af hæfileikaríkustu listamönnum plötubransans með heilu fylkingarnar af aðdáendum um allan heim. Allt sem hann snertir breytist í gull – tónlist, kvikmyndir, föt, bílar og úr,” segir Bruce Hack, Forstjóri Vivendi Universal Games. “Við erum gríðarlega ánægð með að vinna með 50 Cent og Interscope Records að þessum tölvuleik sem mun færa leikmönnum einstaka tónlist, spennandi spilun og best af öllu, 50 Cent.” Um 50 Cent: Bulletproof Í 50 Cent tölvuleiknum, sem verður frumsýndur á E3 leikjasýningunni í Los Angeles, lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undanlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York borgar. 50 Cent finnur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borgarinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í alþjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu götunnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. Leikurinn blandar saman efni Hollywood kvikmynda, tónlistar og leik, og til að tryggja gæðin, fengu höfundar leiksins Emmy verðlaunahafann Terry Winter, framleiðanda Sopranos þáttanna til að skrifa handrit leiksins. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles. “Allt sem ég geri, geri ég til að ná árangri,” segir 50 Cent. “Ég ætla mér alltaf að rústa allri samkeppni og tölvuleikurinn er þar ekki undanskilinn. Leikurinn er nokkurskonar “fantasy” útgáfan af mínu lífi. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikja heiminum líkt og ég gerði með rapp heiminn – ég legg allt í þennan leik.” “50 Cent er einn af hæfileikaríkustu listamönnum plötubransans með heilu fylkingarnar af aðdáendum um allan heim. Allt sem hann snertir breytist í gull – tónlist, kvikmyndir, föt, bílar og úr,” segir Bruce Hack, Forstjóri Vivendi Universal Games. “Við erum gríðarlega ánægð með að vinna með 50 Cent og Interscope Records að þessum tölvuleik sem mun færa leikmönnum einstaka tónlist, spennandi spilun og best af öllu, 50 Cent.” Um 50 Cent: Bulletproof Í 50 Cent tölvuleiknum, sem verður frumsýndur á E3 leikjasýningunni í Los Angeles, lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undanlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York borgar. 50 Cent finnur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borgarinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í alþjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu götunnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. Leikurinn blandar saman efni Hollywood kvikmynda, tónlistar og leik, og til að tryggja gæðin, fengu höfundar leiksins Emmy verðlaunahafann Terry Winter, framleiðanda Sopranos þáttanna til að skrifa handrit leiksins.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira