Samstaða um takmörkun eignarhalds 6. apríl 2005 00:01 Búist er við því að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag þverpólitískri samstöðu um að leggja til að sett verði lög sem banni einstaklingum og fyrirtækjum að eiga meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve mikla markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á lokafundi nefndarinnar, sem verður í dag. Lagt er til að lög um takmarkanir á eignarhaldi, ef þau verði sett, muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Nefndin hefur lokið við drög að skýrslu þar sem fram koma tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður engin takmörkun á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og gert var í fjölmiðlalögunum í fyrra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Búist er við því að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag þverpólitískri samstöðu um að leggja til að sett verði lög sem banni einstaklingum og fyrirtækjum að eiga meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve mikla markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á lokafundi nefndarinnar, sem verður í dag. Lagt er til að lög um takmarkanir á eignarhaldi, ef þau verði sett, muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Nefndin hefur lokið við drög að skýrslu þar sem fram koma tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður engin takmörkun á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og gert var í fjölmiðlalögunum í fyrra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira