Innlent

Lítið heillegt eftir bruna

Nánast ekkert heillegt var að finna í íbúðinni sem brann við Rósarima í gær. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá eldavélarhellu. Rannsókn lögreglu á eldsupptökum er langt á veg kominn en talið er eldurinn hafi kviknað út frá eldavélahellu sem gleymst hafði að slökkva á. Gaskútur sem stóð á verönd fyrir utan eldhúsgluggann sprakk af feiknarafli í brunanum og mátti minnstu muna að slökkviliðsmenn fengju brot úr kútnum í sig. Vel má sjá á steinvegg sem kúturinn stóð upp við hversu mikill krafturinn var þegar kúturinn sprakk. Veggurinn gekk inn um nokkra sentímetra og þá brotnaði upp úr honum. Kristinn Halldórsson, eigandi íbúðarinnar, fékk að fara inn á heimili sitt í gær til að sjá hvort eitthvað heillegt væri að finna. Hann og kona hans tóku með sér nokkra poka af dóti sem hafði verið lokað inn í skápum og slapp að mestu við reyk og sót. Þau dvelja hjá vinafólki þar til þau ákveða hvert framhaldið verður en ljóst er að þau misstu nánast aleiguna í brunanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×