Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað 5. apríl 2005 00:01 Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira